De nationalliberale

De nationalliberale (íslenska: Þjóðfrelsisflokkurinn) var danskur stjórnmálaflokkur eða stjórnmálahreyfing sem lét til sín taka um miðbik 19. aldar. Hann er stundum kallaður fyrsti danski stjórnmálaflokkurinn, þótt skipulag hans hafi verið mun lausara í reipunum en síðar tíðkaðist meðal stjórnmálaflokka. Hann var stofnaður til höfuðs einveldi konungs og starfaði m.a. að þýskri fyrirmynd. Skammlífu valdaskeiði flokksins lauk með síðara Slésvíkurstríðinu sem endaði á niðurlægjandi ósigri Dana.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy